Veginum um Súðavíkurhlíð og Flateyrarvegi verður lokað í kvöld, 21. feb kl. 22:00, vegna snjóflóðahættu að sögn lögreglunnnar á Vestfjörðum.
Fyrir þá sem mögulega gætu komið til Súðavíkur eftir þann tíma og þurfa húsaskjól í nótt er þeim bent á að hringja í 112 og biðja um samband við lögregluna á Ísafirði, sem þá myndi leiðbeina viðkomandi. Varðandi opnun á veginum er vegfarendum bent á síðu Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is og upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777.
Patreksfjörður – Hættustig vegna snjóflóðahættu á sunnanverðum Vestfjörðum
Rýming húsa vegna snjóflóðahættu.
Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði. Í framhaldi þess hafa 8 íbúðarhús verið rýmd, annars vegar hús nr. 15, 17 og 18 við Hóla og hins vegar hús nr. 15,16,17,18 og 19 við Mýra. Alls er um að ræða 28 íbúa sem þurfa þannig að yfirgefa húsin sín, tímabundið.
Ísafjörður/nágrenni Óvissustig hætta á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum
Ofanflóðaeftirlit Veðurstofu Íslands fylgist áfram með aðstæðum og veðurspá og veitir lögreglunni og öðrum viðeigandi viðbragðsaðilum ráðgjöf.
Margir fjallvegir á Vestfjörðum eru ófærir og sömuleiðis getur færð spilst með skömmum fyrirvara. Enda verður ekkert ferðaveður í kvöld eða í nótt.
Hvatt er til þess að fylgst sé með upplýsingum sem berast á vef Vegagerðarinnar eða upplýsingasíma hennar, 1777