Veðurhorfur á landinu
Norðvestan 5-13 m/s og stöku él, en snjókoma austanlands. Frost 0 til 7 stig. Norðvestan 13-20 suðaustan- og austantil í kvöld og dregur úr ofankomu.
Úrkomulítið í fyrramálið og dregur úr vindi. Snýst í sunnan 5-13 seint á morgun og hlýnar með rigningu eða snjókomu um landið sunnan- og vestanvert.
Spá gerð: 21.02.2023 18:39. Gildir til: 23.02.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Vestan og suðvestan 8-15 m/s og dálitlar skúrir eða slydduél, en þurrt að kalla á Suðaustur- og Austurlandi. Dregur úr vindi seinnipartinn. Hiti 0 til 6 stig.
Á föstudag:
Sunnan og suðvestan 5-13 og dálítil væta með köflum, en léttir til á Austurlandi. Hiti 0 til 7 stig. Hvessir vestanlands um kvöldið.
Á laugardag:
Allhvöss eða hvöss sunnanátt um morguninn og rigning, en hægari og þurrt um landið norðaustanvert. Dregur síðan úr vindi og úrkomu. Hiti 2 til 9 stig.
Á sunnudag og mánudag:
Suðlæg átt og væta með köflum, en yfirleitt þurrt á Norður- og Austurlandi. Hlýtt í veðri.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og sums staðar dálítil rigning eða slydda. Kólnar í veðri.