7.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Jarðskjálfti mældist af stærð 4,8

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Kl. 8:41 mældist jarðskjálfti af stærð 4,8 í Bárðarbungu og hafa nokkrir eftirskjálftar mælst. Síðast varð skjálfti þar af svipaðri stærð í júlí 2022 sem mældist 4,9 að stærð og þar áður í febrúar 2022 þegar skjálfti af stærð 4,8 varð þar.

Veðurstofunni barst tilkynning um að skjálftans hefði orðið vart á Akureyri. Undanfarin ár hafa ávallt mælst nokkrir skjálftar í Bárðarbungu af þessarri stærðargráðu á hverju ári.

Nánari upplýsingar um Bárðarbungu má finna í Íslensku Eldfjallavefsjánni og frekari upplýsingar um yfirfarna jarðskjálfta má nálgast í Skjálfta-Lísu.