Konu brá nokkuð í brún þegar hún gekk inn í búningsklefa kvenna í Dalslauginni í Úlfarsárdal í gær. Í klefanum var karlmaður á bilinu 16-18 ára að klæða sig í fötin að því er fram kemur á vefmiðlinum Fréttin.is
Þar segir að samkvæmt heimildum frá starfsfólki laugarinnar sé þetta leyfilegt ef viðkomandi upplifir sig „trans“ þrátt fyrir að vera enn með sín upprunalegu kynfæri. Sundlaugargestum sem er illa við þetta fyrirkomulag sé vinsamlegast bent á að nota sérklefa.
,,Fréttin hafði samband við Dalslaug við vinnslu fréttarinnar og ræddi við starfsstúlku að nafni Áslaug sem staðfesti að svona væri þetta, ekki megi banna fólki af hinu kyninu að nota „ranga“ klefa þrátt fyrir að það væri ekki búið að skipta um kynfæri. Blaðamaður sem er kvenkyns spurði hvort hún gæti þá sagst vera karlmaður og notað karlmannsklefann. „Já, það er í lagi, við getum ekki bannað þér það.“ Segir í fréttinni.
,,Í raun gæti þá hvaða karlmaður sem er gengið inn í kvennaklefann og hvaða kvenmaður sem er inn í karlaklefann? Svarið var „já en það má alltaf fara í sérklefa ef fólk vill.“ Að því er fram kemur í fréttinni.
Sömu reglur gilda í öðrum sundlaugum Reykjavíkurborgar
Þá segir í fréttinni á Fréttin.is að sömu reglur gildi í öðrum sundlaugum Reykjavíkurborgar samkvæmt starfsmanni Laugardalslaugar. Spurt var hvers vegna transfólki væri ekki boðið upp á sérklefa í stað þess að bjóða þeim upp á það sem að öllu jöfnu nota almenna kynjaskipta klefa. Svarið var að beina þyrfti frekari spurningum til yfirmanna sundlauganna sem ekki voru við störf í dag.
Hér er hægt að lesa alla fréttina á Fréttin.is