Árslaun bankastjóra Landsbankans verða 40.872.000 kr. og árslaun bankastjóra Íslandsbanka verða 43.800.000 kr.
Bankaráð Landsbankans telur þessi laun óeðlilega lág eins og áður hefur komið fram og taldi að eðlilegt væri að launin væru hærri, en hefur nú lækkað launin að kröfu fjármálaráðuneytisins.
Laun bankastjóra breytast núna 1. apríl og laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra Landsbankans, hafa verið lækkuð úr 3,8 milljónum króna í 3,2 milljónir króna og verða bifreiðahlunnindi hennar 206 þúsund krónur. Með hlunnindum verða heildarmánaðarlaun Lilju Bjarkar aðeins um 3,5 milljónir króna frá og með 1. apríl næstkomandi. Laun hennar höfðu hækkað um 140% á fjórum árum, eða fjórum sinnum meiri hækkun þegar miðað er við almenna launavísitölu.
Laun Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, verða 3.650.000 á mánuði án hlunninda frá og með 1. apríl en hún er með um 200 þúsund krónum á mánuði í hlunnindi sem að skila henni samtals 3.650.000 krónum í laun á mánuði. Laun hennar í dag eru 4.200.000 á mánuði.
,,Eðlilegt væri að launin væru á bilinu 3,5 til 4,9 milljónir króna á mánuði“
82% launahækkun bankastjóra Landsbankans hefur vakið harða gagnrýni í þjóðfélaginu og hefur m.a.s. gengið fram af Samtökum Atvinnulífsins og stjórnvöldum, sem að harma það að hækkunin kom á óheppilegum tíma og að sjálfsögðu launþega- hreyfingunum í landinu. Bankaráð Landsbankans sendi frá sér tilkynningu þar sem hækkunin var útskýrð og var hún sögð vera í samræmi við starfskjarastefnu bankans. En þessi frétt birtist þann 19. febrúar s.l. og fjallaði um laun bankastjóra Landsbankans.
,,Hækkun launa bankastjóra Landsbankans í 3.8 milljónir, eða 45.6 milljónir á ári mun hafa gríðarleg áhrif á kjaraviðræður sem nú eru í gangi.“ sagði Vilhjálmi Birgissyni sem að blöskrar sú hækkun sem að bankasjóri ríkisbankans, Landsbankans, hefur fengið á einu ári en laun hennar eru í dag 3.800.000 krónur fyrir utan öll fríðindi.
„Launakjör bankastjórans voru ekki samkeppnishæf og því ekki í samræmi við starfskjarastefnu bankans að mati bankaráðs.“ Þetta er meðal þess sem kom fram í svari Landsbankans við bréfi Bankasýslu ríkisins en Bankasýslan hafði óskað eftir upplýsingum frá bankaráðinu og stjórn Íslandsbanka um launamál bankastjóra.
Launakjör bankastjórans hafi ekki verið samkeppnishæf og því ekki í samræmi við starfskjarastefnu bankans að mati bankaráðs eins og áður hefur komið fram. Og að eðlilegt væri að launin væru á bilinu 3,5 til 4,9 milljónir króna á mánuði til þess að vera í takti við aðra í svipaðri stöðu á Íslandi.
„Hefði ákvörðun um laun nýs bankastjóra eingöngu verið byggð á almennri launaþróun frá 1. mars 2010, þegar fyrsti úrskurður kjararáðs um laun bankastjóra tók gildi, hefði slík ákvörðun, að mati bankaráðs, ekki verið í samræmi við ákvæði í eigendastefnu ríkisins frá 2009 um hófsemi þegar kemur að launakjörum, það er að laun stjórnenda eigi að standast samanburð á þeim sviðum sem viðkomandi fyrirtæki starfa á, en séu ekki leiðandi,“ segir í svarinu.