Höfuðborgarsvæðið – Talsverð snjókoma (Gult ástand)
Strandir og Norðurland vestra
Hríðarveður (Gult ástand)
Norðurland eystra
Stórhríð (Appelsínugult ástand)
Austurland að Glettingi
Stórhríðarveður (Appelsínugult ástand)
Austfirðir
Stórhríð (Appelsínugult ástand)
Stormur og sterkar hviður (Gult ástand)
Suðausturland
Stormur og sterkar hviður (Gult ástand)
Norðvestan stormur (Gult ástand)
Miðhálendið
Stórhríð (Gult ástand)
Veðurhorfur á landinu
Gengur í norðaustan og norðan 18-25 m/s með slyddu eða snjókomu SA-til í nótt, en síðar einnig norðanlands með snjókomu og stórhríð á köflum. Norðvestan 20-28 austantil á landinu upp úr hádegi á morgun, en annars hægari vestan- og norðvestanátt og snjókoma eða él á köflum.
Hiti víða í kringum frostmark að deginum. Spá gerð: 21.03.2019 18:15. Gildir til: 23.03.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og snjókoma eða slydda með köflum, en lengst af bjart og þurrt NA-til. Hiti kringum frostmark.
Á sunnudag:
Norðlæg átt, 8-13 m/s og dálítil snjókoma eða él, bjartviðri fyrir sunnan og hiti kringum frostmark. Lægir um kvöldið, léttir til og kólnar.
Á mánudag:
Gengur í hvassa suðlæg átt með hlýindum og rigningu, en lengst af þurrviðri NA-lands.
Á þriðjudag:
Hvöss suðvestanátt og kólnar aftur með éljum, en léttir til fyrir austan.
Á miðvikudag:
Útlit fyrir hvassa suðvestanátt með hlýindum og talsverðri vætu, en þurrt að kalla eystra.
Á fimmtudag:
Líklega áfram suvðestanátt með éljum, en slyddu eða rigningu SA-til.
Spá gerð: 21.03.2019 20:23. Gildir til: 28.03.2019 12:00.