Verkföllin beinast að 40 hótelum og hópbifreiðafyrirtækjum
Sólarhringsverkföll rúmlega tvö þúsund félaga í VR og Eflingar sem beinast að 40 hótelum og hópbifreiðafyrirtækjum skella á að óbreyttu á miðnætti í kvöld. VR hefur ákveðið að veittar verði undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir akstur með fólk með fatlanir.
Bílstjórum sem starfa við slíkan akstur er því heimilt að sinna störfum sínum með óbreyttum hætti sem og fólki sem annast slíkar bókanir. Starfandi félagsmönnum VR hjá viðkomandi fyrirtækjum er greiddur styrkur úr Vinnudeilusjóði VR vegna tapaðra launa þá daga sem verkföll standa yfir. Laun verða fundin með því að taka 6 mánaða meðaltal launa samkvæmt skilum í kerfum VR.
Þeir sem fara í verkfall og eru í Eflingu og eru með vakt eða vinnudag þegar verkfallið stendur geta fengið styrk úr sjóðnum. Launatapið verður bætt að fullu, reiknað út frá meðaltali heildartekna undangenginna sex mánaða, upp að 550.000 krónum á mánuði.
https://www.fti.is/2019/03/18/krafa-i-komandi-kjaravidraedum-er-m-a-rottaekar-kerfisbreytingar-afnam-verdtryggingar-ofl-litid-er-til-haekkana-kjararads/
https://www.fti.is/2019/03/19/rikisstjornin-stofnud-til-ad-halda-vid-obreyttu-astandi-og-halda-laegst-launudu-og-botathegum-nidri/