Um kl. 20:30 í gærkveldi, þann 20. mars, hófst jarðskjálftahrina við Krýsuvík. Um miðnætti höfðu mælst um 60 skjálftar á þessu svæði. Stærsti skjálftinn varð kl. 21:21 sem mældist vera 3.0 Engar tilkynningar hafa borist um að hann hafi fundist. Hrinan virðist nú vera í rénun
Niðurstöður jarðskorpumælinga við Þorbjörn sýna að þensla sem veldur landrisi er hafin að nýju. Landrisið er nú hægara en það sem mældist í lok janúar en virðist eiga upptök á svipuðum slóðum. Líklegasta skýringin er að kvikusöfnun hafi tekið sig upp að nýju.
Óvissustig vegna landriss er í gildi hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Fréttatilkynning vegna landrissins við Þorbjörn
Vikuyfirlit 9. mars – 15. mars
Tæplega 2400 jarðskjálftar voru staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni, mun fleiri en vikuna á undan. Ekki hefur unnist tími til að yfirfara alla skjálftana en um 1300 skjálftar eru yfirfarnir.
Jarðskjálftahrina hófst norður af Grindavík þann 12. mars en þar var mikil virkni fyrr á árinu. Um 1600 jarðskjálftar mældust, á því svæði og þar af er búið að fara yfir um helminginn.
Stærsti skjálftinn í hrinunni var metin 5,2 að stærð en við endurmat fékk hann stærðina 4,6. Skjálftinn fannst víða um suðvestanvert landið. Stærstu eftirskjálftar voru 3,4 og 3,3, sama dag. Skjálftahrinur urðu við Herðubreið og Nesjavelli. Minni virkni var í Vatnajökli í þessari viku en þeirri síðustu.