-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Stjórnmálamenn leyfi sér að velta upp mögulegum lausnum, greina stöðuna og spyrja gagnrýnna spurninga

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

,,Ég vil minna á, og taka undir, orð fjármálaráðherra þegar hann sagði að það sé áhættuminna í núverndi ástandi að ganga of langt í aðgerðum en að ganga of skammt“

Þessa dagana er ætlast til að stjórnmálamenn tali varlega, af ábyrgð og forðist yfirboð. Um leið og sá þröngi vegur er fetaður verða stjórnmálamenn að leyfa sér að velta upp mögulegum lausnum, greina stöðuna og spyrja gagnrýnna spurninga, rétt eins og þeirra sem Víðir Reynisson fagnaði sérstaklega á blaðamannafundi viðbragðsteymis almannavarna fyrr í dag.
Ég er ekki alveg búinn að jafna mig á þeim fréttum sem bárust úr Hörpu, þess efnis að viðbótarinnspýting í samgöngumannvirki verð aðeins 6 milljarðar króna á árinu. Í allri einlægni reiknaði ég með umtalsvert meiru. Ég ætla aðeins að hinkra með greiningu á öðrum tillögum sem kynntar voru.
Það sem mig langar að nefna á þessum tímapunkti er hversu illa grundað kostnaðarmat aðgerða virðist vera.
Þegar félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar þann 13.mars sl. (um minnkað stafshlutfall), gerði kostnaðarmat þess, miðað við uppgefnar forsendur, ráð fyrir að „heildarútgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs yrðu um 755 millj. kr. á tímabilinu. Þar að auki er gert ráð fyrir að kostnaður vegna umsýslu Vinnumálastofnunar, svo sem vegna þróunar hugbúnaðar, geti numið um 3 millj. kr. auk þess sem gert er ráð fyrir að stofnunin þurfi að bæta við tveimur stöðugildum til að sinna þeim verkefnum sem stofnuninni eru falin með frumvarpi þessu.“
Semsagt: 758 milljónir + tveir tímabundnir starfsmenn Vinnumálastofnunar.

Í viðtali í kvöldfréttum á Stöð 2, fimmtudaginn 19.mars, sex dögum eftir framlagningu frumvarps, sagði félagsmálaráðherra að „þessi aðgerð að fara upp í allt að 75% hlutabætur og tryggja sérstaklega tekjulægsta hópinn, við teljum að þetta geri úrræðið miklu víðtækara, en vissulega fer þá það fjármagn sem fer í þetta mikið upp og má gera ráð fyrir því að það verði á bilinu 12-20 milljarðar, eftir því hversu margir nýta sér úrræðið, sem er talsvert meira heldur en gert var ráð fyrir, þar sem við vorum að tala um 1,5 milljarða.“ Þarna hefur grunn kostnaðarviðmiðið tvöfaldast, en lýsir enn miklu vanmati á stöðunni í upphafi.
Í kynningu formanna ríkisstjórnarflokkanna, sem haldin var í Hörpu fyrr í dag, er kostnaðurinn við aðgerðina metinn á 22 milljarðar, það samsvarar þá 278 milljónum hvern almanaksdag á líftíma lausnarinnar sem er 37 sinnum meira hvern dag en það sem lagt var upp með í frumvarpinu. Í millitíðinni var líftími ákvæðisins styttur um heilan mánuð, úr 108 almanaksdögum í 79.
Að þessu sögðu vil ég segja að ég tel að skynsamlegt hefði verið að ganga lengra hvað það varðar að hækka tekjuviðmið laganna, þannig að það hefði hið minnsta verið fært úr 650 þúsundum í 950 þúsund, en ekki upp í 700 þúsund eins og niðurstaðan varð, ég er hræddur um að þarna hafi stjórnvöld sleppt tækifærinu til að verja mikinn fjölda verðmætra starfa, með hóflegum kostnaðarauka.
Það ber að þakka það sem vel er gert. Þessi breyting á regluverki atvinnuleysistryggingasjóðs er skref í rétta átt. Ég vil minna á, og taka undir, orð fjármálaráðherra þegar hann sagði að það sé áhættuminna í núverndi ástandi að ganga of langt í aðgerðum en að ganga of skammt.
 
https://www.facebook.com/bergthorolason/posts/10221460565605143