-5.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Þingmaður segir 230 milljarða pakka ríkisstjórnarinnar aðeins vera 59 milljarða pakka

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Smári McCarthy segir 230 milljarða pakka ríkisstjórnarinnar aðeins vera 59 milljarða pakka

Ríkisstjórnin kynnti aðgerðapakka upp á 230mia kr. Þegar nánar er að gáð er þetta 59mia kr. aðgerðapakki; mögulega minni. Restin kemur frá Seðlabanka, sveitarfélögum, úr séreignarlífeyrissparnaði fólks, og þess háttar. 59mia kr er ekki stór upphæð í samhengi við umfang hremminganna sem ganga nú yfir. Eiginlega bara pínlega lítil. Segir Smári McCarthy.
Ég hef setið á mér undanfarna viku og beðið með að gagnrýna ríkisstjórnina, þrátt fyrir að það hafi löngu verið tímabært að fara að sjá hvað myndi koma frá þeim. Af hverju beið ég? Jú, vegna þess að það er alveg í lagi að gefa fólki smá vinnufrið þegar það er að reyna að bjarga samfélaginu. En nú þarf ég að segja þetta;

Ef planið sem var birt í dag hefði virkað sannfærandi á mig hefði ég hoppað hæð mína af hamingju. En í staðinn fáum við nokkrar aumar aðgerðir ─ sumar algjörlega gagnslausar, og að vísu nokkrar fínar inn á milli.
Það er búið að nefna annarsstaðar nokkrar betri aðgerðir; ég ætla að bíða með að rekja það frekar. En grunn spurningin er þessi: hversu trúverðugt er það að hafa aðgerðapakka upp á 59mia kr. í kostnaði fyrir ríkissjóð, þegar hlutfallslega hafa nágrannalöndin verið með 50-200-falt stærri aðgerðapakka? Og muna má að það eru lönd sem eru ekki með öll eggin aðallega í þremur atvinnuvegum.
Flestri gagnrýni á aðgerðirnar hingað til hefur verið mætt með „þetta er bara fyrsta skrefið“. Gott og vel. Sýnið okkur samt hin skrefin fljótlega, vegna þess að skrefin sem voru kynnt í dag munu varla koma okkur af stað, hvað þá á leiðarenda.
https://www.facebook.com/smarimc/posts/10159672797614251