Frá því að Wow Air hætti, hefur Wizz Air verið næst umsvifamesta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli
Stjórnendur lágfargjaldaflugfélagsins Wizz Air hafa sótt inn á nýja markaði í yfirstandandi heimsfaraldri. Flugfélagið er að hasla sér völl í innanlandsflugi í Noregi og á Ítalíu og opnaði nýverið sína fyrstu starfsstöð utan Evrópu, nánar tiltekið í Abu Dhabi.
Sumaráætlun félagsins hefur verið stækkuð til muna með 120 nýjum flugleiðum en aðal áherslan er áfram á flug til og frá austurhluta Evrópu en sitthvða fleira hefur bæst við að sögn Túrista.is.
Þessar viðbætur við sumarferðir Wizz Air ná þó ekki til Keflavíkurflugvallar. Dagskrá félagsins er óbreytt frá síðasta sumri og áfram gert ráð fyrir reglulegum ferðum hingað frá ellefu evrópskum borgum. Þar af eru fimm í Póllandi.
Umræða