Tilkynnt var um rán í verslun í miðborginni, ræninginn stal vörum og veittist að starfsmanni. Hann komst undan en var handtekinn klukkutíma seinna og var vistaður í fangaklefa.
Lögregla var send að Suðurlandsvegi þar sem tilkynnt var um skrifborð á miðri akbraut seinni partinn í gær, ekki fylgdi með í fréttaskeyti lögreglu um hvort skrifborðið hafi verið mannlaust eða ekki.
Tilkynnt var um eld í bifreið í hverfi 110. Lögregla og slökkvilið fór á vettvang. Tjón varð einnig á annarri bifreið sökum hitans.
Lögregla fór á vettvang upp úr miðnætti, með forgangi, þar sem að tilkynning barst um meðvitundarlausan ökumann í bifreið sem að var kyrrstæð á miðri akbraut. Ökumaðurinn reyndist vera mjög vímaður og annarlegu ástandi. Tók hann afskiptum lögreglu illa og sló til lögreglumanna. Var hann þá handtekinn og vistaður í fangaklefa. Þá var annar ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Færður á lögreglustöð í sýnatöku. Ökumaður reyndist einnig vera sviptur ökuréttindum vegna fyrri brota af sama tagi.
Lögreglan sinnti einnig þónokkrum verkefnum tengdu hávaða, ölvuðum aðilum með ónæði og veikindum.