Mjög róleg hefur verið hjá lögreglu frá síðustu innsendri tilkynningu úr dagbók lögreglunnar. Þetta er það helsta sem komið hefur við sögu lögreglu síðan þá.
Laust eftir kl. 18:00 í gærkvöld, varð barn sem var á reiðhjóli fyrir bifreið í heimahverfinu. Barnið slasaðist ekki.
Um 22:30 var tilkynnt um eld í ruslagámi við Álfhólsskóla. Skemmdir á gámi en annað tjón varð ekki.
Rétt fyrir 22:30 varð umferðarslys á Suðurlandsvegi við Heiðmörk þegar jeppabifeið missi framhjólabarða undan bifreiðinni. Hjólbarðinn hafnaði á bifreið sem kom á móti úr gagnstæðri átt. Bifreiðin varð fyrir miklum skemmdum og þurfti að fjarlægja hana með dráttarbifreið af vettvangi. Engin slys urðu á fólki.
Um miðnætti var karlmaður handtekinn vegna gruns um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna í múlahverfinu. Hann var jafnframt sviptur ökuréttindum. Laus að lokinni sýnatöku.
Laus eftir kl.01:00 varð umferðarslys í vesturbæ Reykjavíkur en bifreið var ekið á tvær kyrrstæðar bifreiðar sem voru mannlausar. Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabifreið til aðhlynningar.
Að verða kl. 02:00 var kvenmaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis í miðborg Rvíkur. Laus að lokinni sýnatöku.