Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í EuroJackpot í kvöld. Fimm miðahafar skiptu með sér 3.vinning og fær hver þeirra rúmar 20,5 milljónir í sinn hlut. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Slóvakíu.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en fjórir voru með 2.vinning og fá þeir 100.000 krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Jolla í Hafnarfirði, N1 við Þjóðbraut á Akranesi, á vef okkar lotto.is og einn miðanna er í áskrift.
Umræða