Þingmennirni Birgir Þórarinsson og Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, bjóða sig fram til varaformanns Miðflokksins
Uppfært: Gunnar Bragi var kjörinn varaformaður með 64 prósentum atkvæða og Anna Kolbrún hlaut 52 prósent atkvæða í embætti annars varaformanns.
Sex eru í framboði til embætta á fyrsta landsþingi Miðflokksins sem haldið er í Hörpu núna um helgina. Núverandi formaður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er einn í kjöri til formanns flokksins.
Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis og þingflokksformaður Miðflokksins, bjóða sig fram til varaformanns flokksins.
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Norðausturkjördæmis, Jonas Henning, fjárfestir sem skipar þriðja sæti á lista Miðflokksins í Hafnarfirði, og Sólveig Bjarney Daníelsdóttir, aðstoðardeildarstjóri á LSH sem skipar fjórða sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík, bjóða sig fram til embættis 2. varaformanns flokksins.
Kosningar á landsþinginu fara fram í dag, laugardaginn 21. apríl