Uppfært: Að minnsta kosti 207 eru látnir og um 450 særðir eftir sprengjuárásirnar átta sem voru gerðar á Sri Lanka. Sjö hafa verið handteknir grunaðir um hryðjuverkin.
137 létust og fleiri hundruð særðust í sex sprengjuárásum á kirkjur og hótel í Sri Lanka nú í morgun
Páskamessur voru í kirkjunum þegar að sprengjurnar sprungu en þrjár sprengjur sprungu á lúxushótelum í höfuðborginni Kólombó, ein í kirkju í Kólombó, önnur í kirkju í borginni Negombo og ein sprakk í kirkju í Batticaloa sem er í austurhluta landsins.
Forsætisráðherrann Ranil Wickremesinghe skrifaði á Twitter: ,, Ég fordæmi harðlega heigulslega árás á fólkið okkar í dag“
Enginn samtök hafa enn lýst sprengingunum á hendur sér. Ríkislögreglustjóri Sri Lanka varaði við því fyrir rúmri viku síðan að njósnarar hefðu komist að því að yfirvofandi gæti verið sjálfsvígsárásir róttækra íslamista á höfuðkirkjur kaþólskra í landinu. „Erlend leyniþjónustustofnun hefur tilkynnt að NTJ (National Thowheeth Jama’ath) fyrirhugi sjálfsmorðsárásir sem beinast gegn mikilvægum kirkjum og sendiráði Indlands í Kólombó,“ segir í tilkynningunni frá ríkislögreglustjóranum til yfirmanna lögreglu.