Utanríkisþjónustan hefur beðið þá Íslendinga sem staddir eru á Sri Lanka að láta aðstandendur vita af sér
Alla vega 35 af þeim rúmlega 200 sem að myrtir voru í hryðjuverkunum á Sri Lanka voru ferðamenn frá Danmörku, Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Portúgal og Tyrklandi.
Skv. staðfestingu frá utanríkisþjónustu Danmerkur, hafa þrír Danir verið myrtir, þá er vitað að fimm Bretar voru á meðal hinna myrtu.
Ekki er enn vitað um hvort að Norðmenn eða Íslendingar hafi verið myrti í árásunum en mikill fjöldi ferðamanna var myrtur. Tveir Kínverjar og tveir Tyrkir eru á meðal hinna föllnu.
Utanríkisþjónustan hefur beðið þá Íslendinga sem staddir eru á Sri Lanka að láta aðstandendur vita af sér. Þeim sem þurfa á aðstoð að halda er bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar, +354 545-0-112. Nokkrir Íslendingar hafa þegar látið vita að þeir séu óhultir. Utanríkisráðherra Noregs, Ine Søreide, segir að um 400 Norðmenn séu á svæðinu.