Sexhjólaslys í Tálknafirði
Lögreglunni á Vestfjörðum barst tilkynning skömmu fyrir kl.15 í gær um slys í Tálknafirði, utan við Pollinn svokallaða. Kom fram að maður hefði velt sexhjóli og væri slasaður.
Lögreglumenn frá Patreksfirði fóru strax á vettvang, auk sjúkrabifreiðar og björgunarsveitarmanna en slysið mun hafa átt sér stað utan alfaravega.
Er viðbragsaðilar komu á vettvang var ökumaðurinn með meðvitund en í ljósi eðlis slyssins var hann í framhaldinu fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Unnið er að rannsókn málsins.
Umræða