
Maðurinn sem lést í átökum á bílastæði Fjarðarkaupa var með fleiri en einn stunguáverka að sögn Gríms Grímssonar yfirmanns miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í viðtali við Morgunblaðið.
Lögreglan yfirheyrir nú fjóra einstaklinga sem handteknir voru en hinn látni er á þrítugsaldri. Samkvæmt samtali við Grím Grímsson í kvöldfréttum kom fram að meintir gerendur séu á aldrinum 17 til 19 ára. Aðilar eru allir sagðir vera Íslendingar.
Grímur segir að verið sé að kanna hvers konar eggvopn var notað til verknaðarins. Þá sé ætlun lögreglu að skoða eftirlitsmyndavélar og hvort myndefni úr þeim geti varpað frekara ljósi á málið að sögn Gríms. Hann segir enn fremur að vitni hafi orðið að árásinni og ábending um átökin hafi borist frá vegfaranda.
Umræða