Mikill samdráttur í sölu fasteigna
Salan í mars dróst saman um 22% frá sama tíma í fyrra. Lækkunin milli mánaða nam 2,4%. Hefur salan minnkað í 13 mánuði af síðustu 14 mánuðum í Bandaríkjunum. Fjallað var um málið á vef Viðskiptablaðsins.
Þar segir jafnframt að meðalverð fasteigna hafi lækkað um 9,2% síðan í júní, úr 413.800 dölum í 375.700 dali í mars og að húsnæðisverð í Bandaríkjunum hafi lækkaði að meðaltali um 0,9% í mars sem er mesta lækkun húsnæðisverðs vestanhafs milli ára síðan í janúar 2012.
Umræða