• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Þriðjudagur, 3. október 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Hjálmanotkun áfram nokkuð góð

ritstjorn by ritstjorn
21. maí 2019
in Afþreying, Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Síðustu ár hefur VÍS gert könnun á notkun hjálma hjá hjólreiðafólki í Reykjavík í tengslum við Hjólað í vinnuna. Á dögunum var slík könnun gerð og var 90% hjólreiðafólks með hjálm á höfði. Síðustu fimm ár hefur þetta hlutfall verið á bilinu 88% til 92%. Fjöldi hjólreiðafólks í könnuninni var 725 og er það töluverð fjölgun frá því í fyrra er 407 fóru fram hjá talningafólki en það er nokkuð í takt við fjölgun þátttakenda á milli ára í Hjólað í vinnuna.

Sýnileikafatnaður hefur einnig verið skráður og var rúmlega þriðjungur hjólreiðafólks í slíkum fatnaði. Jákvætt er að sjá að hjólreiðafólk hugi að sýnileika þar sem mörg hjólreiðaslys verða þegar aðrir vegfarendur sjá hjólreiðamenn ekki í tæka tíð.

Þrátt fyrir að höfuðhögg séu ekki algengustu áverkarnir þá sýna erlendar rannsóknir að í alvarlegustu slysunum verða höfuðhögg og að notkun hjálma minnki líkur á þeim um allt að 79%. En til að svo megi vera verður hjálmurinn að vera í lagi, af réttri stærð og rétt stilltur. Almennt er líftími hjálma fimm ár frá framleiðsludegi og þrjú ár frá söludegi og verður hann að sitja beint ofan á höfði, eyrun að vera í miðju V-formi bandanna og einungis einn til tveir fingur eiga að komast undir hökubandið.

  • Afborganir hafa hækkað um 94%

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Ung kona fannst látin við smábátahöfnina

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • 750 ökumenn myndaðir við grunnskóla

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Hærri stýrivextir, hærri verðbólga!

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • ,,Spilling? Nei, nei, þetta er Ísland“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?