Á dögunum var skrifað undir samstarfssamning þess efnis. Tilgangur félagsins er að efla þátt kvenna í orkumálum og styrkja tengsl þeirra sín á milli sem og að stuðla að menntun og fræðslu kvenna er varðar orkumál. „Það er mikilvægt verkefni að auka hlut kvenna í orkuiðnaði og teljum við félagið vera að gera góða hluti á þeirri vegferð.
Við höfum verið stoltir bakhjarlar frá upphafi enda teljum við það sjálfsagt samfélagslegt verkefni að leggja okkar lóð á vogaskálarnar. Orkuiðnaðurinn er áhugaverður og krefjandi starfsvettvangur sem við þurfum við að kynna betur fyrir ungum stúlkum sem eru að velja sér starfsvettvang. Ég tel að við getum minnkað kynjahallann ef við leggjumst öll á árarnar“ segir Ásgeir Margeirsson forstjóri HS Orku.
„Það er frábært að finna svona góðan stuðning við félagið. Styrkurinn mun hjálpa okkur að halda úti þeirri starfsemi og fræðslu sem er nauðsynleg til að færa okkur nær markmiðum okkar og erum við mjög þakklátar fyrir“ segir Harpa Pétursdóttir formaður Kvenna í orkumálum. Félagið er opið öllum sem telja tilgang félagsins sig varða, vilja stuðla að framgangi félagsins og jafna hlut kynjanna í orku- og orkutengdri starfsemi.
Eitt af verkefnum KÍO er að gefa jafnréttisstimpil fyrir viðburði sem uppfylla viðmið um kynjahlutföll á orkutengdum viðburðum. HS Orka er þriðja stærsta orkufyrirtæki landsins og það eina sem er í einkaeigu. Fyrirtækið framleiðir og selur rafmagn um allt land. Fullnýting og umhyggja fyrir umhverfinu hefur ætíð
verið rauði þráðurinn í starfseminni og hefur meðal annars leitt af sér stofnun Auðlindagarðs á Reykjanesi, þar sem fyrirtæki hafa sprottið upp og nýtt hina ýmsu auðlindastrauma sem verða til við framleiðslu á rafmagni og heitu vatni.
Á myndinni:
Ásgeir Margeirsson forstjóri HS Orku og Harpa Þórunn Pétursdóttir formaður Kvenna í orkumálum