Karlmaðurinn sem var fluttur slasaður með sjúkraflugi eftir bruna í Hafnarstræti 37 á Akureyri í fyrrakvöld er látinn. Hann lést seinnipart gærdags á gjörgæsludeild Landspítala. Hann var 67 ára gamall. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu
Vettvangsrannsókn á upptökum brunans fór fram í gær af tæknideild lögreglu. Meðal þess sem tekið verður til frekari skoðunar er rafmagnstæki. Að öðru leiti er rannsóknin á frumstigi og ekki unnt að veita frekari upplýsingar.
Ættingjum hins látna vottum við okkar dýpstu samúð.
Umræða