Hugleiðingar veðurfræðings
Veðurlagið þessa dagana þykir mörgum frekar leiðinlegt, suðvestanátt, allhvöss eða hvöss á köflum, en sunnan og vestantil á landinu gengur á með skúrum og jafnvel hagléljum af og til. Og eins það sé ekki nóg koma hér dálítil skil inná milli með nánast samfelldri rigningu. Hiti allmennt 5 til 10 stig að deginum.
Á Norðaustur- og Austurlandi en hins vegar yfirleitt úrkomulítið og nokkrum gráðum hlýrra að auki.
Í raun gæti þetta veðurlag staðið út komandi viku að mestu leyti. Spá gerð: 21.05.2023 06:32. Gildir til: 22.05.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og rigning eða skúrir í dag, en úrkomulítið norðaustanlands. Vestlægari á morgun, úrkomulítið seinnipartinn og fer að lægja, en rigning á sunnanverðu landinu annað kvöld. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast norðaustantil.
Spá gerð: 21.05.2023 09:33. Gildir til: 23.05.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Gengur í suðvestan 13-20 m/s. Rigning og síðar skúrir, en yfirleitt þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 6 til 17 stig, hlýjast austanlands.
Á miðvikudag:
Vestan 8-15 og smáskúrir eða slydduél, hiti 3 til 10 stig.
Á fimmtudag:
Suðvestan 5-10, skýjað með köflum og dálitlar skúrir vestantil. Hiti 6 til 13 stig.
Á föstudag:
Suðvestanátt og súld eða rigning, en úrkomulítið austanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á laugardag:
Útlit fyrir vestlæga átt með rigningu og síðar skúrum.
Spá gerð: 21.05.2023 07:50. Gildir til: 28.05.2023 12:00.