Helstu tíðindi frá lögreglu til 05:00til 17:00 – 43 mál skrá í löke eitthvað var um aðstoðarbeiðnir vegna veikinda og svo vegna fólks í annarlegu ástandi
Lögreglustöð 1.
Ökumaður stöðvaður í hverfi 104 vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku
Tilkynnt um mann í annarlegu ástandi að áreita fólk í verslun í hverfi 101, hann farinn er lögreglan kom á vettvang
Tilkynnt um líkamsárás í heimahúsi í hverfi 105, minniháttar meiðsli einn aðili handtekinn
Lögreglustöð 2
Ökumaður stöðvaður í hverfi 221 vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, hann vistaðu í fangageymslu
Tilkynnt um líkamsárás í hverfi 221, einn aðili handtekinn og vistaður í fangageymslu
Tilkynnt um konu er dettur af hestbaki í hverfi 210, með áverka á hendi og öxl , og kvartar um verk í höfði, flutt með sjúkrabifreið á bráðamóttöku til frekari skoðunar
Lögreglustöð 4
Ökumaður stöðvaður í hverfi 161 grunaður um að aka bifreið sviptur ökuréttindum, afgreitt með vettvangsformi