Starfsmenn orkuversins í Svartsengi voru beðnir um að mæta ekki á starfstöðvar sínar í morgun eftir að breytingar mældust í borholum á svæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi en rúmlega 17 milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast frá síðasta eldgosi.
,,Í Svartsengi er nú svipað ástand hvað varðar landris og kvikusöfnun og var fyrir gosið 14. janúar. Borholur í Svartsengi gerðu viðvart um síðustu tvö eldgos og myndun kvikugangsins 10. nóvember.
Feikna kraftur er í borholum virkjunar HS Orku í Svartsengi. Þar undir er kvikuhólf þar sem nú hafa safnast saután milljónir rúmmetra af kviku. Þá styttist í gos miðað við að fyrir gosið 14. janúar streymdu 9 til 13 milljónir rúmmetra úr kvikuhólfinu.
Í holu í Svartsengi númer tólf á 830 metra dýpi er nemi sem mælir hita og þrýstinginn á jarðhitakerfinu. Áður en kvikugangurinn myndaðist í nóvember sáust skýr merki. „Kvöldið fyrir fyrsta gosið þá vorum við nokkur í auðlindastýringunni hjá HS Orku við tölvurnar okkar og sögðum nú gerist eitthvað. Og þá sáum við það að það varð eldgos svona 40, 50 mínútum síðar,“ segir Lilja Magnúsdóttir deildarstjóri auðlindastýringar HS Orku.
Eftir að hafa lært svona á merkið bjuggu þau til sjálfvirkt kerfi. Það kerfi athugar hvort tölur í mælinum sýni nógu mikin aukinn þrýsting. Ef svo er fá þau tölvupóst og eftir atvikum marga tölvupósta og þeir fara líka sjálfvirkt til náttúruvárvaktar Veðurstofunnar.
Bláa lónið ekki rýmt
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, reksturs og þjónustu hjá Bláa lóninu, segir að engin fyrirmæli um rýmingu hafi borist frá Almannavörnum. „Við fylgjumst alltaf vel með og förum í einu og öllu eftir því sem Almannavarnir og Veðurstofan segir,“ segir Helga í samtali við rúv.is.
Þá hafa aðilar inn á síðunni Jarðfræði á Íslandi, virkni, framtíð og fortíð, áhyggjur af stöðu mála og þar segir virkur notandi þetta ,,Það er virðingarvert, hvernig HS Orka reynir að hafa vaðið fyrir neðan sig og kemur starfsfólki sínu í skjól. Ef þeir sem best þekkja borholurnar í Svartsengi, velja að gera þessar ráðstafanir, ættu þá kannski ekki aðrir á svæðinu að hugsa sinn gang? En er það bara mér, sem finnst það merkilegt, að á sama tíma fljóta um fleiri hundruð illa upplýstir ferðamenn í Bláa lóninu eins og ekkert sé?“
Fleiri lýsa yfir áhyggjum sínum: ,,Ef fjöldi manns deyja vegna eldgoss í lóninu þá er það manndráp af gáleysi eigenda en ekki slys. Verða almannavarnir og Veðurstofan samsek?“
,,Peningar og græðgi tekin fram fyrir mannslíf….“
,,Já það má ekki gleyma því, mörgum starfsmanninum líður ekki vel við þessar aðstæður. Orðið á götunni segir, að margir leiðsögumenn í ferðaþjónustunni veigri sér við að fara með hópa í Bláa lónið.“