Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Tómasi Má Sævarssyni, 24 ára
Uppfært kl. 19.45 Tómas er fundinn. Lögreglan þakkar fyrir aðstoðina sem að leiddi til þess að hann er nú fundinn.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Tómasi Má Sævarssyni, 24 ára, en síðast er vitað um ferðir hans í Reykjavík um síðustu helgi. Tómas Már, sem glímir við veikindi, er 170 sm á hæð, grannvaxinn og með ljóst, stutt hár. Talið er að hann sé klæddur í svarta hettupeysu, svartar íþróttabuxur og svarta Adidas skó með hvítum botni.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Tómasar Más, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000.
Upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.