Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Arctic Sea Farm ehf. til sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi á 8.000 tonna hámarkslífmassa á regnbogasilungi og laxi, þar af má hámarkslífmassi af frjóum laxi að hámarki vera 5.200 tonn. Tillagan er byggð á matsskýrslu frá 2020 um 8.000 tonna laxeldi og/eða silungseldi í Ísafjarðardjúpi. Verði tillaga að 8.000 tonna rekstrarleyfi útgefið þá fellur um leið úr gildi rekstrarleyfi Arctic Sea Farm ehf. til 5.300 tonna sjókvíeldis á regnbogasilungi í Ísafjarðardjúpi (FE-1127).
Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi sem heimilar eldi í Ísafjarðardjúpi fyrir allt að 8.000 tonna hámarkslífmassa á regnbogasilungi og laxi, þar af má hámarkslífmassi af frjóum laxi að hámarki vera 5.200 tonn. Burðarþolsmat Hafrannsóknastofnunar í Djúpinu gerir ráð fyrir 30.000 tonna hámarkslífmassa og áhættumat stofnunarinnar fyrir sama hafsvæði gerir ráð fyrir 12.000 tonnum af frjóum laxi.
Framkvæmd fyrirtækisins fór í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 5. júlí 2023.
Ítarefni
- Tillaga að rekstrarleyfi Arctic Sea Farm ehf.
- Matsskýrsla Arctic Sea Farm ehf.
- Álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum
Umræða