Helstu tíðindi lögreglu frá tímabilinu 05:00 – 17:00 í dag eru þessi helst:
- Tilkynnt um mann spila háværa tónlist í miðbænum, hann beðin um að lækka. Stuttu seinna aftur tilkynnt um háværa tónlist koma frá sama aðila, maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna óspekta, slæmrar hegðunar, valda ónægði og raska næturró manna.
- Tilkynnt um konu sem varð fyrir líkamsárás, kona gekk á brott áður en lögregla kom á vettvang og fannst ekki.
- Tilkynnt um mann sofandi í nýbyggingu í miðbænum, hann vakinn og ekið á gistiskýlið.
- Tilkynnt um innbrot í íþróttahús í hverfi 105.
- Umferðaslys í hverfi 104, Bifreið og bifhjól ráku saman. Ökumaður á bifhjólinu með smávæglega áverka og fluttur með sjúkraliði á bráðamóttöku í Fossvogi.
- Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 101.
Stöð 2 Hafnarfjörður-Garðbær-Álftanes
- Tilkynnt um rúðubrot í hverfi 220.
- Tilkynnt um hugsanlega vímaðan ökumann. Lögregla hafði afskipti af ökumanni og hann reyndist í lagi.
Stöð 3 Kópavogur og Breiðholt.
- Tilkynnt um eignaspjöll á bifreið í 201. Ein rúða brotin og ekkert tekið úr bifreiðinni.
- Tilkynnt um innbrot í vinnugám í hverfi 200.
- Ágreiningur á milli nágranna í hverfi 109.
Umræða