Aldís Hafsteinsdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis og nýr sveitarstjóri Hrunamannahrepps, fékk greidd sex mánaða biðlaun auk akstursstyrks frá Hveragerði þegar hún lét af störfum í byrjun sumars. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins sem vitnar í fund bæjarráðs Hveragerðis.
Fram kemur að kostnaður Hveragerðis vegna biðlaunanna voru 20.058.749 að því er fram kemur í fundargerð bæjarráðs dagsettri í gær, en það eru biðlaunin og aksturstyrkur ásamt launatengdum gjöldum. Samkvæmt Reiknivél Virtus eru heildarlaunin 16.915.759 krónur, segir m.a. í frétt blaðsins. Aldís er með 1.780.000 í laun auk akstursstyrks og henni er einnig tryggður sérstakur biðlaunaréttur samkvæmt samningnum við Hrunamannahrepp.
https://gamli.frettatiminn.is/02/05/2020/med-um-tvaer-milljonir-i-laun-en-vill-setja-log-a-tha-laegst-launudu/
Umræða