Hagnaður Landsbankans á fyrri helmingi ársins nam 5,6 milljörðum króna. Þar af hagnaðist bankinn um 2,3 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Þetta segir í uppgjöri Landsbankans fyrir fyrri helming ársins samkvæmt skoðun Rúv.is á málinu.Bankinn hagnaðist um 14,1 milljarð króna fyrri hluta árs 2021.
Aðalfundur bankans samþykkti í mars að greiða arð til hluthafa vegna síðasta rekstrarárs, alls 14,4 milljarða króna. Þá var samþykkt sérstök arðgreiðsla upp á rúma sex milljarða. Mikill fjöldi viðskiptavina bankans hefur fest vesti á óverðtryggðum lánum á tímabilinu. Í árslok 2021 voru 29 prósent íbúðalána með fasta óverðtryggða vexti en það hlutfall var 42 prósent í lok júní, segir í frétt rúv.is
Umræða