Tilkynnt var um umferðarslys í Garðabæ í gærkvöld. Árekstur tveggja bifreiða, annar ökumaðurinn og synir hans tveir, sagðir meiddir, allir með meðvitund. Sjúkrabifreið kom á vettvangi. Tjónvaldur var handtekinn grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og hafa ekki miðað ökuhraða við aðstæður. Laus að lokinni rannsókn.
Þá var tilkynnt um slys í undirgöngum í Garðabæ um fimm leitið í gær. Árekstur varð milli vespu ( létt bifhjóls ) og reiðhjóls. Hjólreiðamaðurinn 60 ára maður var með áverka á fæti og eftir aðhlynningu áhafnar sjúkrabifreiðar óku þeir honum heim. Tveir 15 ára drengir voru á vespunni og ekki sagðir slasaðir. Rætt var við foreldra drengjanna.
Umræða