Birna Einarsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka, fær 56,6 milljónir króna í starfslokasamning frá bankanum. Þetta kemur fram í svörum bankans við spurningum hluthafa og birtust á vef bankans.
Birna fær tæplega 57 milljónir í mánaðarlegum greiðslum yfir tólf mánaða tímabil samkvæmt ráðningarsamningi. Auk þessa heldur Birna orlofs- og lífeyrisréttindi sínum á tímabilinu. Önnur ákvæði í starfslokasamningnum eru í samræmi við ráðningarsamning og kjarasamninga, samkvæmt svörum stjórnar bankans. Hún lét af störfum 28. júní eftir að bankinn þurfti að greiða 1,2 milljarða króna sekt vegna brota á reglum og lagaákvæðum í tengslum við sölu á hlut í bankanum.
Umræða