,,Þarna hafði tjónvaldur kastað í bræði sinni kaffibolla í bifreið. Hann sagðist hafa átt í stuttum samskiptum við hinn ökumanninn þegar þeir voru stopp á rauðu ljósi, hlið við hlið.
Hafi það farið fyrir brjóstið á honum hvernig hinn ökumaðurinn hafi hagað sér þ.e. eins og vitleysingur í umferðinni, ekið á strætóakrein og tekið fram úr 5 bifreiðum, hafi hann furðað sig á þessu og spurt hann hvað hafi gengið á.
Tjónþoli brást þá illa við og sagði að hann væri ekki lögreglan og hrækti á bifreiðina hans. Tjónvaldur hafi þá kastað kókflösku í bifreið tjónþola, sem hafnaði inn í bifreiðinni. Tjónþoli hafi þá kastað flöskunni til baka og hafi hann þá tekið kaffibolla og kastað honum í bifreið tjónþola og varð ákoma eftir.“ Segir lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.
Önnur helstu útköll voru eftirfarandi:
17:39 Hverfi 105. Tilkynnt um konu í annarlegu ástandi sem lemur í bifreið tilkynnanda og skemmir vélarhlíf. Konan handtekin síðar og vistuð fyrir rannsókn máls / sökum ástands í fangageymslu lögreglu.
19:18 Vitatorg 101. Ofurölvi maður handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Maðurinn hafði engin skilríki, gat lítið tjáð sig og því vistaður sem N. N.
19:32 Bifreið stöðvuð á Miklubraut 105. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur.
20:03 Skerjafjörður 101. Tilkynnt um lítinn vélarvana bát. 3 menn í bátnum. Björgunarsveit Fiskakletts í Hafnarfirði var við æfingar í Hafnarfirði og mætti á vettvang. Aðstoðað við að koma bát og mönnum að landi. Mennirnir sögðust hafa ætlað að vitja um krabbagildrur er mótor bátsins bilaði. Lítil gúmíbátur sem ber varla fyrir meira en 2 menn. Aðeins 2 mannanna voru í björgunarvestum.
20:10 Bifreið stöðvuð í hverfi 108. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiða undir áhrifum fíkniefna og aka sviptur ökuréttindum ( ítrekað brot ).
20:51 Hverfi 105. Tilkynnt um krakka vera að skemma rútu, hafi m.a. sprautað úr slökkvitæki.
23:30 Hverfi 101. Afskipti höfð af manni vegna vörslu fíkniefna.
20:52 Hafnarfjörður 220 tjaldstæði. Tilkynnt um innbrot í hjólhýsi. Búið að valda skemmdum og stela munum.
19:35 Bifreið stöðvuð í Kópavogi 200. Ökumaðurinn reyndist vera réttindalaus þ.e. hafur aldrei öðlast ökuréttindi og framvísaði að talið er fölsuðu erlendu ökuskírteini. Bifreiðin var ótryggð og skráningarnúmer því klippt af.
18:00 Bifreið stöðvuð í hverfi 112 þar sem ökumaðurinn notaði farsíma við akstur án þess að hafa handfrjálsan búnað. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttinda þ.e. hafði ekki endurnýjað ökuréttindin.
18:34 Bifreið stöðvuð í hverfi 112. Ökumaðurinn reyndist vera sviptur ökuréttindum og var með barn í bifreiðinni.
19:51 Bifreið stöðvuð á Vesturlandsvegi 113. Ökumaðurinn reyndist vera réttindalaus þ.e. hafði aldrei öðlast ökuréttindi ( ítrekað brot ). Í bifreiðinni var einnnig 5 ára barn ökumanns. Bifreiðin var ótryggð og voru skráningarnúmer klippt af.
23:58 Bifreið stöðvuð í hverfi 110. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíknefna.
15:00 – 23:00 Afskipti höfð af 13 ökumönnum í austurborginni sem notuðu farsíma við akstur án þess að hafa handfrjálsan búnað.