• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Fimmtudagur, 8. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Styrmir Gunnarsson látinn

ritstjorn by ritstjorn
21. ágúst 2021
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

Styrm­ir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, lést í gær á heim­ili sínu við Mar­bakka­braut í Kópa­vogi, 83 ára að aldri, eft­ir bar­áttu við af­leiðing­ar heila­slags snemma á þessu ári. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Styrm­ir fædd­ist í Reykja­vík hinn 27. mars 1938, son­ur Salman­íu Jó­hönnu Jó­hann­es­dótt­ur og Gunn­ars Árna­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Kassa­gerðar Reykja­vík­ur; elst­ur fimm systkina. Eig­in­kona Styrmis var Sigrún Finn­boga­dótt­ir (Bista), dótt­ir Huldu Dóru Jak­obs­dótt­ur, bæj­arstjóra í Kópa­vogi, og Finn­boga Rúts Valdi­mars­son­ar, bæj­ar­stjóra og alþing­is­manns, en hún lést árið 2016. Þau eignuðust dæt­urn­ar Huldu Dóru, nú verk­efna­stjóra hjá Land­spít­ala, og Hönnu Guðrúnu, pró­fess­or í sýn­inga­gerð við Lista­há­skóla Íslands.

Styrm­ir lauk embætt­is­prófi í lög­fræði frá Há­skóla Íslands 1965. Styrm­ir gaf sig mjög að fé­lags­störf­um, einkum á yngri árum, og var m.a. formaður Orators 1960-61 og formaður Heimdall­ar 1963-66. Hann var vara­borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins 1966-69 og sat í auðlinda­nefnd 1998-2000.

Styrm­ir starfaði mest­alla starfsævi sína á Morg­un­blaðinu. Hann fór raun­ar fyrst að skrifa í blaðið að staðaldri tví­tug­ur að aldri en utan rit­stjórn­ar. Hann hóf svo störf á rit­stjórn sem blaðamaður 2. júní árið 1965 og tók þá þegar að fást við rit­stjórn­ar­skrif í Staksteina og for­ystu­grein­ar blaðsins. Hann varð aðstoðarrit­stjóri 1971 og var ráðinn rit­stjóri 1972, en þar voru fyr­ir þeir Matth­ías Johann­essen og Eyj­ólf­ur Kon­ráð Jóns­son. Þar starfaði hann all­ar göt­ur síðan, á mestu upp­gangs­tím­um blaðsins, allt þar til hann lét af störf­um fyr­ir ald­urs sak­ir 2. júní 2008, ná­kvæm­lega 43 árum eft­ir að hann hóf þar störf. Þá hafði hann verið einn rit­stjóri blaðsins um sjö ára skeið eft­ir að Matth­ías lét af störf­um.

Fréttatíminn hefur birt ótal greinar eftir Styrmi Gunnarsson en hann var einstaklega næmur á ástandið í þjóðfélaginu hverju sinni og gat rýnt það frá öllum sjónarhornum og komist að réttri niðurstöðu, það er alls ekki öllum gefið, hvar í flokki sem þeir standa. Mikill missir ef að slíkum manni sem Styrmir Gunnarsson var og vottum við fjölskyldu hans innilegrar samúðar.

Discussion about this post

  • ,,Ykkar verður minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki“

    ,,Ykkar verður minnst sem vesalinga sem nenntuð ekki eða þorðuð ekki“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Leynd yfir ráðstöfun og sölu ríkiseigna

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Fullur í sundi og annar sviptur hátalara

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Viltu fá útborgað í evrum?

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Árni Johnsen er látinn

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?