Lögreglan á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem manninum sem skaut konu til bana og særði karlmann á Blönduósi í dag, hafi verið banað á vettvangi morðsins en sá er framdi árásina fannst látinn á vettvangi skotárásarinnar.
Kona lést í skotárásinni og maður særðist samkvæmt heimildum. Skotárásin var framin í heimahúsi á Blönduósi og enn eru tveir aðilar í haldi lögreglu vegna málsins.
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að svo virðist sem árásarmanninum hafi verið banað. Hvorki væri grunur um að hann hafi svipt sig lífi með skotvopni né að hann hafi verið drepinn með skotvopni. Ekki liggi fyrir að svo stöddu hvert banamein hans var.
Umræða