Hugleiðingar veðurfræðings
Í dag stefnir í suðaustlæga átt á landinu, strekking S- og SV-til, annars hægari. Áfram einhver rigning um landið V-vert, en dregur þó verulega úr henni frá því sem var í gær. Áfram eru þó líkur á skriðuföllum fram eftir degi. Sunnanlands verður skýjað og smásúld, en líkur eru á að sjáist til sólar á NA-verðu landinu. Spáð er mildu veðri með hita upp í 17 stig S- og A-lands í dag, en á morgun hlýnar annars staðar og jafnvel upp undir 20 stig á N-verðu landinu. Á morgun er áfram spáð einhverri vætu um landið S- og V-vert, einkum þó SA-til þar sem gætu orðið hellidembur á einhverjum tímapunkti en þó ekkert til að hafa áhyggjur af.
Veðurhorfur á landinu
Austlæg átt 8-15 m/s S- og SV-lands, annars hægari. Rigning með köflum V-til, smásúld við S-ströndina og bjart með köflum um landið NA-vert, en víða þokuloft við ströndina. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast S- og A-til. Bætir í vind syðst í kvöld.
Austlæg átt 5-13 m/s á morgun, en 10-15 S-lands. Rigning eða súld S- og SA-til, annars skýjað með köflum og úrkomulítið. Hlýnar N- og V-lands.
Spá gerð: 21.09.2019 04:21. Gildir til: 22.09.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag (haustjafndægur):
Suðaustlæg átt 3-8 m/s, en 8-13 syðst á landinu. Rigning eða súld um landið sunnanvert, en þurrt að kalla norðantil. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Austan og suðaustan 5-10, en 10-15 með suðurströndinni. Yfirleitt þurrt og bjart norðanlands, en dálítil væta annar staðar. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir ákveðna norðaustanátt og rigningu með köflum á austurhelmingi landsins, en þurrt vestantil. Kólnar smám saman, einkum norðan- og austanlands.
Spá gerð: 21.09.2019 09:21. Gildir til: 28.09.2019 12:00.