Undirbúningur fyrir Sjávarútvegssýninguna sjávarútvegur 2022 er í fullum gangi og hefst sýningin í dag. Þegar Fréttatíminn leit við í gær, var allt á fullu við að undirbúa þessa glæsilegustu sjávarútvegssýningu á Íslandi. Sjávarútvegssýningin SJÁVARÚTVEGUR 2022/ ICELAND FISHING EXPO 2022 er haldin 21. – 23. september í LAUGARDALSHÖLL.
Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar framkvæmdastjóra sýningarinnar var verið að leggja lokahönd á verkið í gær.
„Það eru allar tegundir af fyrirtækjum er þjóna íslenskum sjávarútvegi á sýningunni. Bæði stærstu fyrirtækin á þessu sviði og svo minni fyrirtæki. Þá er mikið af nýjum fyrirtækjum að koma inn á sýninguna sem er vissulega ánægjulegt.“ Segir Ólafur M. Jóhannesson.
Við ákváðum að hækka ekki básaverðið frá seinustu sýningu, árið 2019 svona til að koma til móts við fyrirtækin eftir Covid. Viðskiptavinir kunna að meta slíkt.“ Segir Ólafur og bætir við.
„Og síðast en ekki síst þá er sýningin á afar góðum markaðstíma. Ég er búinn að halda sýningar stórar og smáar í 25 ár og reynslan kennir að það er vænlegast til árangurs að halda sýningar að hausti. Þegar menn eru komnir úr sumarfríum og svo er að hefjast nýtt kvótaár.
Slík skiptir afar miklu máli og líka að fyrirtækin hafi góðar tíma eftir sýninguna til að fylgja eftir samtölum við sýnendur og hugsanlega viðskiptavini. Þess vegna er seinnipartur september afar góður sýningartími.“ Sagði Ólafur að lokum.
Eins og sjá má á heimasíðu sýningarinnar, þá er fjöldinn allur af fyrirtækjum sem eru með sýningarpláss á sýningunni. Sjá hér.
Allar frekari upplýsingar um Sjávarútvegssýninguna veita Ólafur, framkvæmdastjóri olafur@ritsyn.is 698 8150 og Inga, markaðsstjóri inga@ritform.is 898 8022