• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Þriðjudagur, 1. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Um hámark koffíns í orkudrykkjum

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
21. október 2019
in Fréttir, Innlent
A A
0

Orkudrykkur

Á Íslandi er gengið lengra í að setja skorður á koffín-magn í drykkjum en í flestum Evrópulöndum þar sem ótakmarkað magn er heimilt. Hér er sala koffín-ríkra orkudrykkja til barna yngri en 18 ára bönnuð og 320 mg/l er hámark án sérstaks leyfis. Ef markaðssetja á drykk með hærra koffíninnihaldi þarf að sækja um leyfi til Matvælastofnunar.

Þegar sótt er um leyfi fyrir markaðssetningu koffíndrykkja/orkudrykkja sem innihalda meira en 320 mg /lítra þá fer fram áhættumat óháðra vísindamanna. Við áhættumat er notast við vísindaálit matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) en skv. því stafar neytendum ekki hætta af neyslu af 200 mg af koffíni í einum neysluskammti. Enginn orkudrykkur með markaðsleyfi hérlendis inniheldur meira en 200 mg í hverjum neysluskammti. Leyfisveiting tekur einnig tillit til skuldbindinga um frjálst vöruflæði skv. EES-samningnum.
Ef leyfi er veitt fylgir það miklum takmörkunum, s.s. kröfu um varúðarmerkingu framan á vörunni og sölubann til barna yngri en 18 ára. Matvælastofnun ákvarðar skilyrði til markaðssetningar og annast leyfisveitingu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hefur eftirlit með að skilyrðum leyfisveitingar sé framfylgt af dreifingaraðila og á sölustað.
Í ljósi vísbendinga um aukningu á neyslu orkudrykkja meðal ungmenna þá vaknar spurning um hvort ástæða sé til að herða reglur um koffín magn í matvælum einkum í orkudrykkjum. Hverjar eru neysluvenjur ungs fólks og hvaða áhrif hefur neyslan á líðan þeirra og heilsu? Er þörf á aukinni fræðslu til almennings til að auka þekkingu á áhrifum koffíns á heilsu fólks?
Þetta verður til umfjöllunar á norrænu málþingi um orkudrykki og ungt fólk þriðjudaginn 22. október kl. 10:00 – 15:30 á Grand Hótel Reykjavík. Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu og eru allir velkomnir. Hægt er að fylgjast með því í beinni á Neytendavakt Matvælastofnunar á Facebook. Málþingið er skipulagt af Matvælastofnun og styrkt af Norrænu ráðherranefndinni sem liður í formennsku Íslands 2019.

  • Dagskrá málþings
Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Salmonella staðfest

    Salmonella staðfest

    35 deilingar
    Share 14 Tweet 9
  • Áskrifandi að kvóta og leigir fyrir milljónir af sundlaugabar í sólarlöndum

    27 deilingar
    Share 11 Tweet 7
  • Ungar konur réðust á gamla konu og stungu hana og lömdu

    87 deilingar
    Share 35 Tweet 22
  • Risagjaldþrot Heima ehf. – Heimahúsið í sama húsnæði

    40 deilingar
    Share 16 Tweet 10
  • Strandveiðisjómaður lést

    3 deilingar
    Share 1 Tweet 1
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?