6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Jóhannes kvaddi Ytri Rangá eftir átta ár

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Fasteignasala er næst á dagskrá hjá honum

Síðustu dagarnir voru í laxveiði í gær og það veiddust fiskar en það er orðið kalt og fiskurinn tregur mjög. Í Ytri Rangá kvaddi Jóhannes Hinriksson ána eftir átta farsæl ár við hana. Eða eins og hann segir á þessum tímamótum.

,,Þetta er síðasti dagurinn sem ég vinn við Ytri Rangá og frábær átta ár hafa liðið hratt með góðum gestum og vinum. Ég þakka kærlega fyrir allar dásamlegu stundirnar sem við höfum átt saman við ána. Ég held til annarra starfa, við hjónin höfum stofnað Litlu Fasteignasöluna á Selfossi“ segir Jóhannes á kveðjustund við ána í gær.

Og á bökkum Eystri Rangár þakkar Jóhann Davíð Snorrason fyrir sumarið við ána, sem hefði mátt gefa fleiri laxa, en Jóhann Davíð kemur aftur á bakka árinnar næsta sumar.