-0.2 C
Reykjavik
Laugardagur - 4. febrúar 2023
Auglýsing

,,Samherji endurgreiði allt sem þeir tóku frá Namibíu – Jóhannes Stefánsson er alvöru hetja“

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

,,Jóhannes Stefánsson er alvöru hetja“

Stjórnendur Samherja á Íslandi ættu að þurfa að endurgreiða allt sem þeir tóku frá Namibíu og þá þarf að sakfella fyrir dómstólum. Þetta segir Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari, sem hlaut í dag Sjálfbærniverðlaun Gautaborgar.

Rannsóknin á Samherjamálunum svokölluðu eru mjög flókin og yfirgripsmikil og unnin í samstarfi við yfirvöld í níu löndum, m.a. á Íslandi og í Noregi

Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson er sigurvegari verðlaunanna árið 2021 sem sýnir hvernig einstaklingar geta barist gegn spillingu. Segir í kynningu á verðlaunahafa ársins, á þessum virðulegu verðlaunum sem aðeins fáir útvaldir hafa fengið til þessa. Einungis aðilar  sem hafa unnið til mikilla afreka eiga möguleika á að hljóta verðlaunin.

Til dæmis þá var frægur ítalskur dómari sem hefur komið ótrúlegum fjölda mafíósa á Ítalíu á bak við lás og slá, tilnefndur, en lét í lægri hlut fyrir Jóhannesi Stefánssyni.

Þá kemur fram að Jóhannes Stefánsson hafi verið með lífið að húfi Þegar hann vann að því að opinbera víðtækt spillingarmál sem tengist fiskveiðikvóta í Namibíu eins og öllum þar í landi og á Íslandi hefur verið tjáð og eru í rannsókn. Verðlaunin eru að upphæð 1 milljón sænskar krónur eða um 15 milljónir íslenskar og voru afhent sigurvegaranum við verðlaunaafhendingu í Gautaborg í Svíþjóð í dag.

,,Þeir þurfa að hafa hugrekki sem að berjast gegn spillingu og misbeitingu valds og þurfa oftast að borga hátt verð fyrir að rísa gegn þeim sem spillingunni beita og þar er engin undantekning í máli Jóhannesar Stefánssonar.

Af ótrúlega miklu hugrekki og einbeitni, hefur Jóhannes Stefánsson brugðist við endurteknu áreiti, líflátshótunum og líflátstilraunum í baráttu sinni gegn spillingunni. Jóhannes er einstaklingur sem hefur steypt heilum iðnaði af stóli og styrkt þannig réttlæti fyrir fólkið. Jóhannes Stefánsson er alvöru hetja. Með öðrum orðum, við erum mjög stolt af því að fagna Jóhannesi sem sigurvegara í ár,“ segir formaður dómnefndar WIN WIN verðlaunanna, Emma Dalväg.