Fréttatíminn hefur þurft að byggja upp öflugar varnir gegn hökkurum, innlendum sem erlendum, vegna frétta sem henta ekki ýmsum öflum. Sem betur fer hefur Fréttatíminn haft einn besta, ef ekki þann allra besta aðila sem völ er á, til að verjast netárásum sem vissulega hafa verið tíðar. Oft í kringum stóra viðburði eins og t.d. forsetakosningar.
Öryggisstjóri Fréttatímans lagði fram gögn þar sem kemur fram að rússar hafa reynt að hakka sig inn á vef Fréttatímans, vegna Bandarísku forsetakosninganna, jafnframt hafa þeir dreift efni miðilsins víðsvegar um heiminn en ekki liggur fyrir hvort efninu hafi verið breytt eða það afbakað, en allt er hægt á veraldarvefnum sé tæknikunnátta og fjármagn til staðar. ,,Ég get séð hverjir eru að skoða miðilinn, án þess að það brjóti persónuverndarlög“ segir sérfræðingurinn.
Fréttatíminn hefur ekki sinnt af miklu leiti, fréttum af forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem hafa verið nokkuð einhliða, en hefur birt fréttir af ,,hinni hliðinni“ þ.e. ekki marserað með „réttum“ eða röngum fréttum, heldur skoðað málin hlutlaust, en það hefur vantað mikið upp á það af svokölluðu ,,hlutlausu miðlum“, sem við erum jafnvel skyldug til að borga fyrir skv. lögum, hvort sem okkur líkar verr eða betur“.
Að sjálfsögðu hefur Fréttatíminn enga hagsmuni af því hver er forseti Bandaríkjanna, frekar en hver er forseti Íslands. Þar eru aðrir sem hafa sérhagsmuni af því og ota sínum tota af alefli til að þeirra hagsmunum sé borgið. Hitt er óumdeilt að fjármálaöfl og peningaöfl á bak við fjölmiðla, hafa mest áhrif, að mati erlendra og innlendra aðila í þessum efnum. Það er reyndar þekkt og viðurkennt um allan heim.
Discussion about this post