Svona var umhorfs í Reykjavík fyrir rúmlega öld, en myndin er frá árinu 1913
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti myndina á vef sínum sem er úr bókinni Lögreglan á Íslandi – stéttartal og saga
,,Á henni má m.a. sjá lögregluþjón á gangi suður Pósthússtræti, en búningar lögreglumanna í Reykjavík að þýskri fyrirmynd voru notaðir á árunum 1890–1915. Steinhúsið, sem er hægra megin á myndinni, var þá barnaskóli en var síðar lögreglustöð.
Myndin er tekin úr bókinni Lögreglan á Íslandi – stéttartal og saga, sem kom út árið 1997.“ Segir á vef lögreglunnar.
Umræða