Tuttugu og níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tuttugu voru stöðvaðir í Reykjavík, fimm í Garðabæ og tveir í Kópavogi og Hafnarfirði.
Þetta voru tuttugu og sex karlar á aldrinum 21-65 ára og þrjár konur, 19-24 ára. Lögreglan var mjög víða við eftirlit í umdæminu með ölvunar-, fíkniefna- og lyfjaakstri og svo verður vitaskuld áfram enda full ástæða til.
Umræða