Samkvæmt frétt MBL eru tveir af þremur sonum Eddu Bjarkar Arnardóttur og íslensks manns, búsetts í Noregi, sem leitað hefur verið að síðustu vikur, eru fundnir. Þá voru systir Eddu og lögmaður handtekin.
Börnin voru í bíl systur Eddu sem var á ferð í Garðabæ þegar drengirnir fundust. Drengirnir voru færðir í umsjá barnaverndar.
Fundur og handtakan atvikuðust þannig að óeinkennisklæddir lögreglumenn stöðvuðu bíl systur hennar skömmu eftir að hún og drengirnir yfirgáfu kaffihús um tíuleytið í morgun.
Með í för var jafnframt barn systur Eddu sem einnig var fært í umsjá barnaverndar tímabundið. Lögmaður Eddu var svo handtekinn á lögmannsstofu sinni skömmu síðar.