Frönsk yfirvöld hafa staðfest það að Argentínumaðurinn Emiliano Sala, sem enska úrvalsdeildarfélagið Cardiff keypti frá Nantes á laugardag, hafi verið um borð í flugvélinni sem talin er hafa hrapað í Ermarsund í gærkvöld. Ekkert hefur spurst til vélarinnar, en um klukkan 20.30 hvarf vélin af ratsjám og talið er líklegt að hún hafi hrapað. CNN greinir frá málinu.
Síðast þegar vitað er til hennar var hún í rúmlega 2 þúsund metra hæð við Casquets vitann í Ermarsundi.
Sala var einn í vélinni, ásamt flugmanni vélin er af gerðinni Piper Malibou og er lítil vél og var á leið frá Nantes til Cardiff í gærkvöldi
Tilkynnt var um kaup Cardiff á Sala á laugardag, en hann varð þá dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Hann átti að mæta á sína fyrstu æfingu í morgun.