Vestmannaeyjabær, HS Veitur og fleiri ætla að höfða mál gegn Vinnslustöðinni. Það er í undirbúningi og má búast við að það verði höfðað á næstunni. Bótakrafan hljóðar upp á um einn og hálfan milljarð króna.
Ríkisútvarpið fjallaði um málið og þar kemur fram að: ,,Lögreglan hafi fellt niður rannsókn á máli skipverja Hugins frá Vestmannaeyjum vegna skemmdar á vatnsleiðslu og ljósleiðarastreng við Vestmasnnaeyjahöfn.
Neysluvatnsleiðslan til Vestmannaeyja og ljósleiðari skemmdust þegar akkeri Hugins VE, sem Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum gerir út, rakst í þær í nóvember 2023. Hættuástand almannavarna varð í Vestmannaeyjum við skemmdirnar.
Þrír skipverjar á Hugin, skipstjóri, yfirstýrimaður og yfirvélstjóri fengu réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins og samdi útgerðin um starfslok skipstjóra og stýrimanns. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur lokið rannsókn á þætti skipverjanna þriggja.“ Segir frétt ríkisútvarpsins.
Segist ekki eiga Tortólafélag með sama nafni og ehf. félag – Krafist milljarða fyrir makrílkvóta