-4.2 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 9. febrúar 2023
Auglýsing

Bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ upplýsir um ætluð afglöp bæjarstjórans

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

,,Allt bendir til að lausatök séu á fjárhag Golfklúbbs Mosfellsbæjar og er útsvarsgreiðendum ætlað að bera tjón sem af þeim hlýst. Bæjarstjóri virðist hafa tekið ákvörðun upp á sitt einsdæmi að greiða styrk til GM án heimildar.“ – ,,Mun fulltrúi Miðflokksins væntanlega krefjast óháðrar rannsóknar á málinu.“

Sveinn Óskar Sigurðsson, fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Mosfellsbæjar  segir ærna ástæðu vera til þess að tilkynna málefni sem tekið var fyrir í bæjarstjórn Mosfellsbæjar í gær og í bæjarráði í morgun. ,,Málið er þegar orðið opinbert og mikilvægt að almenningur, sérstaklega skatt- og útsvarsgreiðendur í Mosfellsbæ, fái upplýsingar um það.“ Sagði Sveinn Óskar Sigurðsson og yfirlýsinguna er hægt að lesa hér að neðan í heild sinni:

Yfirlýsing bæjarfulltrúa Miðflokksins í Mosfellsbæ varðandi ætluð afglöp bæjarstjóra í starfi

Undirritaður, bæjarfulltrúi og fulltrúi Miðflokksins í bæjarráði Mosfellsbæjar, lagði fram eftirfarandi bókun á  bæjarráðsfundi (fundi nr. 1387, 21. febrúar 2019) undir dagskrárlið ,,er varðar málefni Golfklúbb Mosfellsbæjar“:
,,Í úttekt Capacent og kynningu frá 2. nóvember 2017 kom fram eftirfarandi:

Sveinn Óskar Sigurðsson Fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Mosfellsbæjar

,,Nauðsynleg forsenda þess að klúbburinn nái að standa undir áætluðum framkvæmdum er: (a) áætluð endurfjármögnun lána til 25 ára á 5% vöxtum. (b) viðbótarframlög vegna framkvæmda frá bænum verði ekki lægri en ofangreind rekstraráætlun gerir ráð fyrir.“ (Heimild: Kynning Capacent fyrir Mosfellsbæ, 2. nóvember 2017, bls.6).
Í samþykkt bæjarráðs var bæjarstjóra falin afgreiðsla málsins. Bæjarstjóri hefur greinilega lagt fram styrk frá Mosfellsbæ til Golfklúbbs Mosfellsbæjar án þess að fyrir lægi staðfesting fjármálafyrirtækis og vilyrði um fjármögnun sem var önnur forsendan í málinu og ófrávíkjanleg samhliða þeirri forsendu að veita styrk frá bænum. Þessi afgreiðsla er alfarið á ábyrgð bæjarstjóra og því virðist staða Golfklúbbs Mosfellsbæjar í þeirri alvarlegu fjárhagsstöðu sem nú er raunin. Það er miður og þess vegna er meiri áhættu nú velt yfir á skattgreiðendur Mosfellsbæjar.”.
Allt bendir til að lausatök séu á fjárhag Golfklúbbs Mosfellsbæjar og er útsvarsgreiðendum ætlað að bera tjón sem af þeim hlýst. Bæjarstjóri virðist hafa tekið ákvörðun upp á sitt einsdæmi að greiða styrk til GM án heimildar.
Það er ábyrgðarhluti að benda fjölmiðlum á framangreinda bókun í ljósi þess að málið varðar skatt- og útsvarsgreiðendur í Mosfellsbæ. Tugir milljóna króna virðast hafa verið greiddar úr sjóðum Mosfellsbæjar án þess að fyrir hafi legið fullnægjandi lánsloforð frá fjármálafyrirtæki að fjárhæð allt að 450 milljónum króna sem virðist vera samningsbundin forsenda fyrir því að greiða mætti styrk til Golfklúbbs Mosfellsbæjar úr sjóðum bæjarins. Mun fulltrúi Miðflokksins væntanlega krefjast óháðrar rannsóknar á málinu. Sökum þessa leitar nú stjórn Golfklúbbs Mosfellsbæjar eftir enn á ný eftir fjármagni eðli máls samkvæmt.
Að auki bókuðu fulltrúar Miðflokksins og Viðreisnar sameiginlega í dag á framangreindum fundi:
Fulltrúar Viðreisnar og Miðflokksins telja ótímabært að gera drög að samkomulagi þar sem fyrir liggur að mörgum spurningum varðandi úttekt Capacent er ósvarað sem og spurningum bæjarfulltrúa til stjórnar Golfklúbbs Mosfelllsbæjar. Er það mat okkar að ekki sé forsvaranlegt að hefja þessa vinnu fyrr en svör liggja fyrir.
Til viðbótar við framangreint var lögð fram svohljóðandi tillaga:
Lagt er til að bæjarstjóra verði falið að leita álits lögmanns á því hvort að ákvæðum viðauka við samning um framkvæmdir við uppbyggingu leikvanga og valla GM séu uppfyllt með þeim hætti að heimilt sé að greiða út greiðslu skv. fyrrgreindum samningi þann 1.mars 2019.
Tillagan er felt með 2 atkvæðum gegn 1 atkvæði fulltrúa Miðflokksins í bæjarráði Mosfellsbæjar.