3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Hótaði að berja lögreglumenn

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Tilkynnt var um æstan mann í austurbænum í gærkvöld og þegar að lögregla mætti á staðinn var maðurinn orðljótur hótaði að berja lögreglumennina sem komu á vettvang og sparka í þá en gekk að lokum í burtu. Á sömu slóðum var tilkynnt um stúlku sem hafði verið byrlað einhverju og var hún flutt á bráðamótöku.
Lögreglan fékk tilkynningu um þjófnað á söfnunarbauk RKÍ úr verslunarmiðstöð í austurbænum, þjófurinn komst undan á svörtu reiðhjóli.
Klukkan 20.00 í gærkvöld kom ung kona á lögreglustöðina í Hafnafirði og tilkynnti þjófnað á veski og síma. Síminn og veskið fundust við Garðartorg í Garðabæ og var síminn skemmdur, einnig var búið að taka 20.000kr. úr veskinu og nota debetkortið fyrir 2.780kr. Lögregla rannsakar málið.
Í nótt rétt fyrir klukkan fjögur var tilkynnt um mann að reyna að fara inn um opinn glugga í Breiðholti, húsráðandi kom að honum og flúði maðurinn þá af vettvangi. þá voru nokkrir búðarþjófnaðir kærðir og stuldur á bifreið. Fáein fíkniefnamál voru bókuð og vímuefnaakstur. Lögreglan hafði eftirlit með skólaballi sem að haldið var í Árbæjarskóla og bókar að þar hafi allt farið vel fram.