Hugleiðingar veðurfræðings
Fremur hægir vestanvindar í dag og snjóar sumstaðar norðvestan til, annars lítilsháttar slydda eða rigning, en léttir smám saman til á Suðausturlandi. Gengur í allhvassa norðaustanátt á morgun, jafn vel hvassviðri undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og Öræfum, en yfirleitt hægara á Norðausturlandi. Rigning eða slydda með köflum sunnan og austan til, en annars þurrt að kalla. Víða frostlaust að deginum, en sums staðar vægt frost fyrir norðan. Fremur hæg norðlæg átt á miðvikudag og dálítil él fyrir norðan, en bjartviðri syðra og heldur svalara veður.
Veðuryfirlit
250 km A af Langanesi er 972 mb lægð, sem hreyfist N og grynnist, en 350 km NV af Hvarfi er 979 mb smálægð sem þokast VSV og eyðist. Um 1100 km A af Nýfyndnalandi er vaxandi 954 mb lægð á hreyfingu ANA.
Veðurhorfur á landinu
Norðan og norðvestan 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða slydda með köflum á N-verðu landinu, en úrkomulítið í öðrum landshlutum.
Vestlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s eftir hádegi og lítilsháttar snjókoma eða rigning öðru hvoru, en léttir til SA-lands.
Gengur í norðaustan 13-20 á morgun með rigningu eða slyddu S- og A-lands, hvassast við SA-ströndina, en annars þurrt að kalla. Hiti 1 til 6 stig að deginum, en kringum frostmark fyrir norðan.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Suðvestan 3-8 m/s og lítilsháttar væta öðru hvoru, en austlægari í kvöld. Austan 8-15 og þurrt að kalla á morgun. Hiti 1 til 6 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Gengur í norðaustan 10-18 m/s, en hægari vindur NA-lands. Rigning eða slydda með köflum S- og A-til og snjókoma til fjalla, en annars úrkomulítið. Hiti víða 1 til 6 stig, en vægt frost fyrir norðan.
Á miðvikudag:
Norðaustan 5-13 m/s og dálítil él, en yfirleitt léttskýjað S- og V-lands. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og úrkomulítið, en kólnar heldur í veðri.
Á föstudag:
Ákveðin suðaustanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en þurrt að kalla um landið NA-vert.
Á laugardag:
Útlit fyrir suðvestlæga átt með slyddu eða rigningu, en lengst af þurrviðri á NA-landi og kólnar aftur.
Á sunnudag:
Líkur á suðvestanátt með skúrum eða éljum, en bjartviðri eystra.